Áskorun: Ein vika, sjö heimildarmyndir

Þýðing: Hólmfríður María Bjarnardóttir


Velkomin í áskorunina Ein vika, sjö heimildarmyndir! Ertu að velta fyrir þér hvernig þetta virkar? Það er einfalt: taktu frá eina viku í þínu upptekna stúdentalífi þar sem þú horfir á eina umhverfisheimildarmynd á dag. Eftir áhorf dagsins færðu ánægjuna af því að merkja við hverja mynd. (Þú lærir líka eitthvað nýtt, en það er bara bónus, er það ekki?) Markmiðið með þessu er að mennta okkur um umhverfið og læra hvernig við eigum að hugsa betur um heimilið okkar, jörðina. 

MINI.jpg

 

  • ˜     Mánudagur: Minimalism: A Documentary About the Important Things (2015)

Við byrjum vikuna á mikilvægi þess að nota færri hluti en eins og minimalístar segja: „Elskaðu fólk. Notaðu hluti. Hið gagnstæða virkar aldrei.“ Þú finnur þessa heimildarmynd á Netflix (IS), Amazon Prime Video, iTunes og VIMEO. 

cow.jpg


  •   Þriðjudagur: Cowspiracy: The Sustainability Secret (2014)

Ó, þriðjudagur er fullkominn fyrir Cowspiracy! Heimildarmyndin beinir sjónum að áhrifum landbúnaðar á umhverfið. Þú finnur myndina á Netflix (IS), Amazon Prime Video og á cowspiracy.com.

 

before.jpg
  • ˜     Miðvikudagur: Before the Flood (2016)

Á miðvikudögum horfum við á Leonardo DiCaprio! Því er hér heimildarmynd þar sem hann er bæði sögumaður og framleiðandi. Before the Flood fjallar um hættuna sem stafar af loftslagsbreytingum. Þú finnur myndina á Disney+, Amazon Prime og iTunes.

 

chasing.jpg


  • Fimmtudagur: Chasing Coral (2017)

Í dag ætlum við að slaka á og njóta þess að horfa á fegurð kóralrifanna, en þeirra einstaka vistkerfi er mikilvægt á svo marga vegu. Kóralrifin eru í hættu, eins og þessi heimildarmynd segir okkur. Þú finnur myndina á Netflix (IS).

 

˜   

kiss.jpg
  • ˜     Föstudagur: Kiss the Ground (2020)˜

Við dembum okkur aftur í undirstöðuatriðin á þessum föstudegi. Kiss the Ground fjallar um hvernig einstaklingar geta leyst ýmis vandamál að völdum loftslagsbreytinga með einfaldri lausn - jarðvegi. Þú finnur þessa heimildarmynd á Netflix (IS), VIMEO og ef þú ert í námi geturðu séð myndina frítt á kissthegroundmovie.com/for-schools.


  •     Laugardagur: Blackfish (2013)

Þetta er alveg að koma! Í dag ætlum við að horfa á heimildarmynd um fræga hvalinn Tilikum og hvernig við mannfólkið komum almennt fram við dýr. Þetta er skylduáhorf sem lætur okkur muna hvers vegna það er óæskilegt að heimsækja garða þar sem dýr eru geymd í litlum búrum! Þú finnur myndina á Netflix (US) og þú getur leigt hana í gegnum Amazon Prime. 

David-Attenborough-a-life-on-our-planet.jpg

  •   Sunnudagur: David Attenborough: A Life On Our Planet (2020)

Vel gert! Nú hefur þú næstum komist í gegnum heila viku og í verðlaun færðu Sir Attenborough! Í þessari mynd fjallar Attenborough um hvernig við mannfólkið höfum áhrif á náttúruna. Þú finnur myndina á Netflix (IS).