Upplifun alþjóðanemenda: Stutt könnun meðal blaðamanna okkar
Þýðing: Sindri Snær Jónsson
Ég er sjálf alþjóðanemandi við háskólann og er þetta í fyrsta sinn sem ég bý annars staðar en á Bretlandi. Auðvitað er margt sem ég sakna við „heimili“ mitt, en á þessu eina ári sem ég hef búið á Íslandi hef ég komið til með að elska það og meta mikils. Mig langaði til að sjá hvort mín upplifun ætti einnig við um aðra alþjóðanema, og þáði við það aðstoð frá öðrum meðlimum Stúdentablaðsins og hlustaði á frásagnir þeirra af eigin upplifunum.
Þau sem ég talaði við hafa búið á Íslandi í meira en eitt ár, en einn meðlimanna hefur búið hér í tólf ár, og finnst mér það sem flestir sakna við heimalandið sitt nokkuð fyrirsjáanlegt. Að sjálfsögðu sakna þau öll matarins, og þá sérstaklega nemendurnir frá Miðjarðarhafssvæðinu! Aðrir nemendur tóku eftir skort á trjám, síbreytandi lengd daganna og landslagi sem er þeim ókunnugt.
Félagslegir þættir og menningarsjokk:
Sumir alþjóðanemendanna upplifðu menningarsjokk þegar þau sáu hvað allt væri dýrt og hversu skrítið eðli íslenskra samskipta væri, en einn nemandi nefndi að Íslendingar hikuðu við að opna sig þangað til þau væru komin í prósentu og að einungis þá segi þau frá einkamálum sínum. Annar nemandi segir að fólk á Íslandi sé heiðarlegra en í heimalandi sínu, þar sem sölufólk er líklegra til að misnota fólk. Persónulega hefur mér fundist stjórnunarhættir landsins vera latari kantinum, en annar nemandi segir að Íslendingar „sjái bara hvað gerist, jafnvel á formlegum vettvangi.“ Þetta getur bæði verið ótrúlega pirrandi og stundum ógeðslega fyndið, og venjulega þegar ég lýsi fyrir vinum mínum og fjölskyldu hvernig skipulagið er hérna, þá eru þau í sjokki en hlæja svo að mér fyrir að vera, að þeirra mati, fastur í skrifræðishelvíti þar sem ekki þarf að hræðast afleiðingarnar. Annað sem flestir áttu sameiginlegt í svörum sínum er getuleysi Íslendinga til að ná tökum á hlutunum. Þar sem Ísland er eyja getur verið erfiðara en „heima” að verða sér úti um vörur, hverjar svo sem þær eru Móðir mín sendi mér 400 tepoka í afmælisgjöf síðastliðinn febrúar og ég hef ekki enn klárað þá. Annar nemandi minntist á að hún biður gesti að utan alltaf um að taka með krydd eins og saffran, sem væru annars of dýr hér á landi.
Séríslenskar upplifanir:
Að finna fyrir heimþrá, að vera einmana og finnast man ekki passa inn í nýju landi er ekki óvenjulegt, en þó ég hafi fengið mörg skemmtileg svör við spurningunum mínum um hina íslensku upplifun, þá eru einnig alvarlegri hliðar á málinu. Það má vera að sumar þeirra séu hluti af því að flytja til annars lands, en sumar eiga meira við Ísland sjálft. Háa verðið (eins og dæmið um kryddin fyrir ofan sýnir) er óheppilegt en samt eitthvað sem má búast við þegar flutt er til Íslands. Annað óheppilegt eru óbyggðirnar og síbreytandi lengd daganna, enn og aftur eitthvað sem er auðvitað viðbúið áður en flutt er til landsins. Það er samt annað mál að búa virkilega á Íslandi og lifa lífinu hér, af því man gerir sér ekki grein fyrir því hversu erfitt það er að fara fram úr rúminu á veturna, að fara að sofa á sumrin, eða að finna fyrir einsemd í náttúrunni ef man er ekki vant henni. Íslenska náttúran er mögnuð og vissulega svakaleg túristagildra, en það reynir á að búa á Íslandi, þá sérstaklega ef þú ert vanari tempruðu og skóglendisloftslagi.
Fleira sem þau áttu sameiginlegt:
Að auki er margt sem er algengt að finna fyrir þegar man flytur til annars lands. Nánast öll sem ég talaði við söknuðu vina sinna, fjölskyldu og þess sem þau þekkja sem „heima“. Í ókunnugu landi er vissulega erfitt að finna annað fólki sömu stöðu og það að mynda tengslanet getur verið erfitt. Það getur verið auðvelt að fela þessi vandamál bak við skemmtilegar sögur um sig, en það er mikilvægt að muna það að þessi vandamál eru samt sem áður alvarleg og þó það sé magnað að eyða tíma í öðru landi, þá er það einnig ótrúlega erfitt.Það er í lagi að viðurkenna að man sakni heimalandsins og eigi stundum erfitt. Ef einhver ykkar eru í þeirri stöðu að upplifa sig einmana, eða ef ykkur vantar auka aðstoð, er hægt að hafa samband við Náms- og starfsráðgjöf háskólans. Hægt er að senda tölvupóst á salfraedingar@hi.is og til þess að læra meira um hvernig á að aðlagast nýrri menningu er hægt að fara á síðuna: https://english.hi.is/studies/cultural_adjustment.