Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

Fyrsta Hringborð Norðurslóða síðan 2019 fór fram í Hörpu dagana 14.-16. október. Um 2000 fulltrúar frá öllum heimshornum sóttu samkomuna. Umræðuefni og tiltökumál voru fjölbreytt og altæk en það var sérstaklega áhugavert að sjá hversu margir fulltrúar ungs fólks voru og hlusta á hvað þeir hafa að segja. Þessi grein er samantekt af erindum sem flutt voru af ungum fulltrúum á nokkrum pallborðum.

Almenn málefni

1.       Sýnileiki og þátttaka

Á Hringborði Norðurslóða og annarra þinga innan þess svæðis hafa unglingar ætíð verið mjög virkir, bæði í sínum heimalöndum og alþjóðlega. Hins vegar eru þeir alltaf aðskildir frá „fullorðins“ pallborðum, eins og Daria Makhotina, núverandi formaður Barents Regional Youth Council (BRYC), benti á. Skipuleggjendur virðast alltaf finna pláss fyrir unga fulltrúa til að ræða mál sem eru þeim hugleikin, en þeir sömu skipuleggjendur gleyma að fella ungt fólk inn í stærri samræður og samvinnu. Vinna ungs fólks er skapandi en þau eru fámennt, frekar hvatvíst og óskipulagt afl sem þarfnast ógagnrýninnar leiðarlýsingu, kennslu og viðurkenningu frá sérfræðingum viðkomandi faggreina. Stjórnvöld ættu að styðja við núverandi unglingasamtök og hvetja til betri þátttöku.

2.       Fólksfækkun, einangrun, og atgervisflótti

Ungt fólk myndar stærsta hóp innflytjenda á norðurslóðum. Ungmenni eru líka stærsti hópurinn til að líða fyrir einangrun og skort á rými til að sinna margs konar starfsemi. Þetta veldur því að þau hefjist handa við áfengis- og fíkniefnaneyslu og sjálfsmorðstíðni fer að aukast. Ungt fólk flytur heldur til aðlaðandi svæða sem veita betri menntunar- og starfstækifæri. Samfélög missa því mikinn fjölda ungra sérfræðinga og menningarsamskiptamiðla, síðasta þráðinn sem tengir gamla heiminn við hinn nýja. Þess vegna er mikilvægt að byggja upp sjálfbæra Norðurslóðainnviði sem eru nauðsynlegir fyrir heilbrigt samfélag og unglingaþátttöku. Það þarf að styðja við verkefni sem varða byggingu viðbragðsmeðferðarstöðva, frekari þróun landsbyggðar með áherslu á samsköpun og sambúð frekar en tæmingu á núverandi mannauðs- og náttúruauðlinda.

 

Sérstök málefni sem varða Frumbyggjaunglinga Norðurslóða

1.       Mataröryggi

Loftslagsbreytingar hafa töluverð áhrif á mataröryggi og hefðbundna hætti matarvarðveislu á Norðurslóðum. Á hverju ári verða veturnir kaldari og frumbyggjar safna minni uppskeru. Önnur hætta stafar af stórfyrirtækjum sem kaupa lönd eða auka við þeirra framkvæmdir á frumbyggjalöndum og stofna þeim í mengunarhættu. Málið hefur einnig menningarlegt samhengi: Matarsöfnun er óaðskiljanlegur hluti af mörgum frumbyggjamenningum verandi samskiptakostur milli hinna öldruðu og ungu og mikilvægt form dægradvalar. Þegar frumbyggjar eru sviptir venjum sínum um matarsöfnun og varðveislu er verið að þvinga þessar þjóðir til að svelta í hel, og um leið er mikilvægur menningarþáttur afmáður. Það stuðlar oft að einangrun, geðrænum vandamálum og áfengis- og fíkniefnaneyslu því fólk, sérstaklega unglingar, hefur engan stað til að koma saman og gera eitthvað. Þess vegna er markmið fyrir framtíðar frumbyggja Norðurslóða að vinna að viðhaldi á hefðbundnum formum af matarvarðveislu og tryggja stöðu frumbyggjasvæða sem bannsvæði fyrir stóriðju.

2.       Frjálst og Fyrirfram Upplýst Samþykki

Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, er Frjálst og Fyrirfram Upplýst Samþykki  „sérstakur réttur sem varðar frumbyggja og er viðurkenndur í Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um Réttindi Frumbyggja. Þessi réttur gerir þeim kleift að veita eða neita samþykki fyrir verkefni sem geta haft áhrif á þá eða þeirra svæði. Þegar þeir hafa veitt samþykki, geta þeir afturkallað það á hvaða stigi sem er. Enn fremur, FFUS gerir þeim kleift að semja um við hvaða aðstæður verkefnið mun vera hannað og framkvæmt, fylgjast með og meta niðurstöður. Þetta er líka greypt í alhliðarétt til sjálfsákvörðunar.“

Nú bera frumbyggjar minnstu ábyrgð á breytingum á Norðurslóðum en eru að þjást mest. Svæði sem hafa áratugum saman verið veiðilendur og smalahagar, umhverfi fyrir matarsöfnun eru keypt af stórfyrirtækjum til auka við framleiðslu sína. Þetta reynir á frumbyggja sem tapa núþegar lífsháttum sínum vegna loftslagsbreytinga. Þess vegna hefur hugtakið Frjálst og Fyrirfram Upplýst Samþykki verið kynnt til leiks. Það veitir frumbyggjum þann rétt að segja nei við verkefnum á eigin svæðum til að vernda eigin lífshætti og varðveita þá fyrir komandi kynslóðir. Markmið framtíðar Frumbyggja Norðurslóða er að tryggja að tekið verði tillit til þessa hugtaks og það sé notað oftar.

 

3.   Siðferðileg og réttlát þátttaka

ETHICAL AND EQUITABLE ENGAGEMENT SYNTHESIS REPORT: A collection of Inuit rules, guidelines, protocols, and values for the engagement of Inuit Communities and Indigenous Knowledge from Across Inuit Nunaat er skýrsla um sameiginlega tilraun og þekkingu Inúíta sem búa í Alaska, Kanada, Grænlandi og Chukotka-svæði í Rússlandi. Skýrslan er þróuð út frá upplýsingum sem koma frá samfélögum Inúíta og stofnana þeirra sem hafa þrýst á áhrifamikinn hagnað í frumbyggjaréttindum, sjálfsákvörðunarrétti, menningarsamfelldni og viðurkenningu fyrir lífsháttum Inúíta. Skýrslan var unnin af Victoriu Qutuuq Buschman, post-doktor við International Arctic Research Center við Háskólann í Alaska Fairbanks.

Frumbyggjar eru elstu íbúar Norðurslóða og búa yfir ofgnótt af þekkingu um náttúruna og auðlindir. Þetta eigum við til að hunsa algjörlega og huga frekar að hagsmunum og markmiðum fyrirtækja sem tilheyra ekki þessum hópi. Þannig gleymist stór hópur fólks sem ætti að hafa eitthvað um málin að segja. Unglingar gegna oft hlutverki menningarþýðenda fyrir hina öldruðu – þeir tala frumbyggjamál og geta hugsanlega komið því og dýrmætum menningarbundnum upplýsingum áfram til komandi kynslóða. Samkvæmt þessari skýrslu er eitt af markmiðum framtíðar Norðurslóða að gefa frumbyggjum jafn stóran vettvang og öðrum þjóðum: Handhafar frumbyggjaþekkingar ættu að njóta jafngildrar stöðu óháð formlegri menntun til að deila sinni reynslu; og stjórnvöld ættu að styðja við unglinga sem gegna hlutverki menningarþýðenda fyrir hina öldruðu.

SjónarmiðVictoria Bakshina