Íslenskir hljóðheimar

Þýðing: Lísa Margrét Gunnarsdóttir 

Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?– Höfundur óþekktur

Hljóð er eitt mest viðvarandi merki um líf sem fyrirfinnst. Hvort sem það er þytur í trjám, organdi barn eða geltandi götudýr. Eins og fingrafar tilverunnar sjálfrar, leikur hljóð lykilhlutverk hvað flestar lífverur varðar. Jafnvel skriðdýr, án eyrna, nema titring í loftinu. Ef við útilokum sjónskynjun er heyrn það skynfæri sem verður fyrir hvað mestu áreiti í nútímaumhverfi. Í fjarlægum borgum sem aldrei sofa dynur stanslaus umferð og margróma raddir mennskunnar valda því að milljónir manna lifa lífi sínu umkringd endalausri uppsprettu hljóðáreita. Til að forðast hljóðmengun tuttugustu og fyrstu aldarinnar bregða mörg á það ráð að enduruppgötva töfra náttúrunnar, og umkringd mýkt hljóða hennar finna mörg fyrir friði og létti. Fjarvera þeirra fjölbreyttu hljóða sem einkenna hið stórsæja líf þéttbyggðra svæða virðist ótrúleg.

Ísland er margt um frábrugðið. Hér er kvak engispretta einungis bergmál. Hljóðheimar hvers hluta plánetunnar fyrir sig eru álíka einstakir og fingraför eru á meðal fólks. Engir tveir eru nákvæmlega eins. 

Á Indlandi eru hljóðheimarnir margbreytilegir, allt frá daufu gnauði borga eins og Bombay og Delhí til friðsamlegs suðs skordýra. Sums staðar á Indlandi, eins og þar sem ég ólst upp, einkennist morguninn af skörpum köllum páfugla, en nóttin af hljóðlátu kvaki engispretta og annarra skordýra. Hljóðið í leðurblökum (með tíðni sem er of há fyrir flest mennsk eyru) og vælið í uglum setur punktinn yfir i-ið í hljóðupplifun svæðisins. Einstaka sinnum heyrist skarpt flaut í næturverði, til þess gert að hrekja dádýr í burtu frá görðum. Hér á Íslandi gætu slík hljóð virst framandleg, en næturhljóð eru engu að síður til staðar. Flesta daga ómar hér ölduniður, vindur gnauðar um stræti og hefur upp raust sína á milli íbúðabygginga. Það koma stundir þar sem slík hljóð virðast kaldranaleg, vitandi að undir skínandi stjörnum himinsins eru fáar aðrar lifandi verur nærri. Ákveðin andstæða við auðnina er hljóðið í köttum sem vafraum, frjálsir ferða sinna; ef þögnin virðist ærandi er oft hægt að finna ró í augnaráði vinalegs kattar sem starir forvitnilega gegnum glugga, kíkir inn um dyr eða er einfaldlega á vappinu. Þetta er einstök tegund töfra og án hliðstæðu, töfrar hljóðlátrar mennsku, borgarlífs og hljóðláts andrúmslofts. 

Ótal orð hafa verið sögð og skrifuð um það hvernig einstaka manneskjur upplifa heiminn. Borgarhljóð eru truflandi og þrýstiafl mannkynsins er meira og minna kvíðavaldandi upplifun ekki ósvipuð hegðun sauðfés sem er umkringt úlfum. Hvaða gildi hafa þessi næturhljóð? Hvaða áhrif hefur fjarvera þeirra? Ef litið er til fræðanna virðast þau sýna að skortur á þeim sé skaðlegur, en eftir ákveðinn aðlögunartíma hefur þögnin sem einkennir hljóðupplifunina á Íslandi ýmsa kosti. Vissulega er það að íhuga margslungin áhrif þagnarinnar og litrófið sem nær yfir hljóðupplifanir mismunandi umhverfis fólks sannarlega merki um opinn huga. 

Vandinn við að hafa opinn huga er að sjálfsögðu sá að fólk mun krefjast þess að birtast og reyna að fylla hann af alls kyns hlutum.”Terry Pratchett, Undir berum himni

Heimildir

[1]:https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0123835

Annars eðlisRohit Goswami