Úr háskóla á þing: Nemendur sem urðu þingmenn
Háskóli Íslands er stærsti háskóli á Íslandi og því þarf ekki að koma á óvart að flestir fyrrverandi og núverandi alþingismenn eru útskrifaðir úr Háskóla Íslands. Menntun frá Háskóla Íslands er góður undirbúningur fyrir lífið, þar á meðal stjórnmálalífið. Ef þig dreymir um að leggja fram lagafrumvörp fyrir því sem þú brennur fyrir, þá þarftu ekki endilega að bíða þangað til þú lýkur námi við Háskóla Íslands.
Gagnrýndi prófessor sinn á þingi
Pólitískur ferill fyrrum nemandans Ragnars Arnalds hófst á ótrúlegan hátt. Hann fór í lögfræðinám við HÍ þegar hann var kjörinn á Alþingi árið 1963. Ásamt Ragnari varð Ólafur Jóhannesson þingmaður, sem þá var prófessor við Háskóla Íslands og kennari Ragnars.
„Ólafi þótti ekki alltaf þægilegt að nemandi hans við HÍ væri að gagnrýna hann, bæði í kosningabaráttunni og á þingpöllum,“ - minntist Ragnar Arnalds fyrir lifdununa.is.
Að nemandi gagnrýni prófessor á þingi og fari síðan til sama prófessors til að taka próf við háskólann er eflaust ekki algengt í öðrum löndum. Þar myndi prófessor líklegast gera allt sem hægt væri til að slíkur nemandi stæðist ekki prófið og væri rekinn úr háskólanum. En ekki á Íslandi.
Ragnar Arnalds varð mennta- og samgönguráðherra í ráðuneyti prófessors Ólafs Jóhannessonar. Eftir það varð hann fjármálaráðherra og kvaddi Alþingi ekki fyrr en árið 1999, þá fyrsti varaforseti þingsins á Íslandi.
Dómsmálaráðherra
Ef þú hefur áhuga á nýlegri dæmum varð núverandi dómsmálaráðherra Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður árið 2016 þegar hún var nemandi í HÍ. Hún var 25 ára og var rétt að byrja í MA námi í lögfræði en hún kláraði BA-prófið í lögfræði HÍ 2015.
Árið 2017 var hún endurkjörin á Alþingi og varð formaður utanríkismálanefndar. Tveimur árum síðar varð hún dómsmálaráðherra.
„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Þess vegna er vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra en á sama tíma er spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna,“ sagði Bjarni Benediktsson flokksformaður Áslaugar þegar hann tilnefndi hana til embættis
Forsetaframbjóðandi
Laganemi við HÍ, Gunnar Thoroddsen, var kjörinn á þing árið 1934 þegar hann var 23 ára gamall. Í 69 ár var hann yngsti maðurinn til að vera kjörinn á þing. Gunnar Thoroddsen var í hópi sögufrægustu stjórnmálamanna síðustu aldar. Hann var borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, sendiherra í Kaupmannahöfn og bauð sig meira að segja líka fram til forseta Íslands.
Þingið ekki ósvipað skólanum
Met Gunnars féll árið 2013 þegar stúdentinn Jóhanna María Sigmundsdóttir var kjörin þingmaður þegar hún var 21 árs og 303 daga gömul.
Þegar Jóhanna María var kosin hafði hún búfræðipróf og á þingi var hún í allsherjar- og menntamálanefnd. Þremur árum síðar ákvað Jóhanna María að bjóða sig ekki fram til þings og einbeita sér að námi við Háskólanum á Bifröst.
„Að vera alþingismaður er eins og setjast á skólabekk á hverjum degi,“ sagði hún í samtali við feykir.is í lok starfa sinna á þingi.
Yngsti þingmaðurinn
Bjarni Halldór Janusson er nú sá yngsti sem kjörinn hefur verið á Alþingi. Þá var hann 21 árs, 4 mánaða og 19 daga gamall og stundaði hann nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands.
Bjarni Halldór var á þingi frá apríl 2017 fram í júní sama ár, sem varaþingmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Í 10. bekk sagði hann í gríni að hann yrði yngsti þingmaðurinn í sögunni. Það leið þó ekki á löngu áður en brandarinn varð að veruleika.
Í 8. bekk sagði Bjarni Halldór reyndar líka í gríni að hann yrði yngsti forseti Bandaríkjanna. Sá brandari verður líklega seint að veruleika.
Bjarni Halldór hefur nýlokið meistaranámi í stjórnmálaheimspeki við University of York í Bretlandi.
Eilífur þingmaður
Einn reynslumesti þingmaður Íslendinga, forseti Alþingis, Steingrímur Jóhann Sigfússon, var einnig kjörinn á þing þegar hann var stúdent við HÍ. Þrátt fyrir að hann hafi þá þegar verið 27 ára gamall segir hann um fyrstu kynni sín af þinginu: „Mér fannst ég, háskólaneminn og róttæklingurinn ganga inn í einhvern allt annan heim frá öðrum tíma.“
Skömmu eftir að hafa verið kjörinn á þing sagði hann: „Það ætti enginn að vera lengi á þingi í einu.“ Þrátt fyrir þessi orð hefur hann verið þingmaður í 37 ár.
Nú er erfitt að trúa því, en þegar Alþingi kom saman á Þingvöllum var enginn Steingrímur J. Sigfússon viðstaddur.
Yfirlýsing Steingríms Jóhanns frá 2004 varð svo sögufræg. Hann kallaði þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson druslu: „Það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla.“
Ef til vill tókst Steingrími ekki að móðga forsætisráðherrann þáverandi en hægt væri að segja að hann hafi með þessu boðið honum í Druslugönguna þó svo að fyrsta Druslugangan hafi ekki verið gengin hér á landi fyrr en árið 2011.