Endurbætt Háskólarækt
Endurbætt Háskólarækt opnaði í haust. Það eru forréttindi að fá aðgang að frábærri heilsurækt gegn svo vægu gjaldi, maður fær mikið fyrir peninginn – svo mikið er víst. Háskólaræktin fékk 11 glæný tæki og býður nú upp á endurnýjað teygjusvæði og jógasal. Fyrir þau sem ekki vita er Háskólaræktin staðsett á háskólasvæðinu milli Háskólatorgs og Árnagarðs.
Sána
Nokkuð rúmgóð sána er í Háskólaræktinni. Þar er einnig fínasta slökunarherbergi með legubekkjum – tilvalið í hugleiðslustundir.
Aðgengi
Því miður er ekki er fullt aðgengi í Háskólaræktina. Í rauninni er einungis aðgengi að einum sal á fyrstu hæðinni, en engin lyfta er í húsinu. Þá gæti reynst erfitt að fara t.d. í hjólastól gegnum nýja aðgangshliðið.
Verð
Árskort í Háskólaræktina kostar 10.000 kr. Kortin eru seld á þjónustuborðinu á Háskólatorgi, en þau gilda í alla auglýsta opna tíma í íþróttasal, tækjasal og sánuna. Einnig geta hópar leigt íþróttasalinn gegn vægu gjaldi.
Afgreiðslutími
Mánudaga - föstudaga: 7:00 - 22:00
Laugardaga: 8:00 - 18:00
Sunnudaga: Lokað
Myndir af Háskólaræktinni eftir breytingarnar: