Þorsteinn Eggertsson dæmir ritlistarkeppni Stúdentablaðsins!

Stúdentablaðið mun standa fyrir ritlistarkeppni í hverju blaði í vetur og er þemað í næstu keppni lagatextar. Senda má inn bæði á ensku og íslensku og verða textarnir að vera frumortir. 

Dómari keppninnar er enginn annar en goðsögnin Þorsteinn Eggertsson en hann er eitt dáðasta textaskáld Íslandssögunnar. Sem dæmi um texta eftir Þorstein eru, Er ég kem heim í Búðardal, Gvendur á eyrinni, Slappaðu af, Söngur um lífið, Ég las það í Samúel, Þrjú tonn af sandi, Ég elska alla, Harðsnúna Hanna og Æstarsæla.

Skilafrestur er 9. febrúar og sendast framlög á studentabladid2014@gmail.com 

MenningStúdentablaðið