Hver stýrir umræðunni í loftslagsmálum? Skýrsla frá Hringborði norðurslóða

Þýðing: Guðný N. Brekkan

Dagana 19.-21. október safnaði Hringborð norðurslóða árið 2023 saman leiðtogum heimsins, stefnumótendum, skipuleggjendum frumbyggja, nemendum og ungmennum alls staðar úr heiminum í Hörpu. Markmiðið var að ræða fjölbreytt málefni norðurslóða og taka á viðvarandi áhrifum loftslagsbreytinga í norrænum samfélögum. Þriggja daga þingið innihélt yfir 150 pallborðsumræður og viðburði með gríðarlegu úrvali af efni, nokkrar mjög víðtækar kenningar um loftslagsbreytingar og framtíð norðurskautsins.

         Meira en 80 nemendur frá mismunandi deildum Háskóla Íslands mættu sem hluti af áfanganum UAU018M The Arctic Circle, og valdir útskriftarnemar kynntu einnig rannsóknir sem safnað hafði verið á síðasta ári sem hluti af 10 eininga ARCADE áfanga (Arctic Academy for Social and Environmental Leadership).

         Samtvinnun ráðstefnunnar hvað varðar nána, fjölbreytta brotafundi samhliða stærri allsherjarfundum með takmörkuðum sætafjölda fylgdi fyrirsjáanlegum, rauðum þræði:  formleg forysta og stjórnmálamenn virtust meta erindrekstur ofar því að taka beint á flóknum málefnum á meðan ungmenni, frumbyggjaleiðtogar og vísindamenn ræddu margbreytileika tæknis, fullveldis og hvernig loftslagsréttlæti skarast í eigin samfélögum.

Ljósmynd: The Arctic Circle

         Til dæmis deildi pallborðsumræðan Loftlagsréttindi, bráðnun sífrera og samfélagslegt eftirlit (Climate Justice, Permafrost Thaw, and Community-Based Monitoring) um mikilvægi þess að taka á grunnorsökum loftslagsbreytinga og félagslegum málefnum sem halda hagkerfi okkar háðu jarðefnaeldsneyti. Michaela Stith, loftslagsmálastjóri hjá samtökum Native Movement í Alaska, deildi þeirri grundvallarhugmynd að kolefnislosun okkar er ekki jöfn.

         „Við vitum að loftslagsbreytingar stafa af kolefnislosun, en við berum ekki jafna ábyrgð á losun þeirra. 10% ríkasta fólkið í heiminum framleiðir næstum helming allra grúðurhúsalofttegunda… Loftslagsréttlæti snýst um að dreifa ákvarðanatökuvaldi frá þeim mjög ríku til svartra og frumbyggja sem verða fyrir mestum áhrifum loftslagsbreytinga.“

         Sama dag forðaðist Mariam bint Mohammed Saeed Hareb Almheiri, loftslags- og umhverfisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, að svara spurningum fundarmanna beint um ferlið við að binda enda á jarðefnaeldsneytisdrifið hagkerfi heimsins. Þess í stað þrýsti hún á „net-zero“ losun. Þó að net-zero geti talist raunhæfur staðall fyrir næstu fimmtíu árin fyrir  alþjóðlega forystu, verður sá staðall að vera settur fram samhliða markvissri og áþreifanlegri ábyrgðaráætlun til að innleiða umskipti yfir í raunverulegt núll, þar sem að samdráttur í losun frá sumum atvinnugreinum gæti stuðlað að skaðlegri losun annars staðar.

         Á öðrum degi þingsins stóðu Ungir umhverfissinnar fyrir loftslagsverkfallssýningu rétt fyrir utan inngang Hörpu. Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök með það meginmarkmið að veita ungmennum vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samspil samfélagins við náttúruna og tryggja að raddir ungs fólks heyrist í stefnumótun og ákvarðanatöku. Í roki og rigningu safnaðist fólk saman og hlustaði á meðan ungmenni víðs vegar að af norðurslóðum deildu gremju sinni yfir skorti á framkvæmanlegum skuldbindingum af hálfu heimsleiðtoganna.

         Cody Alexander Skahan, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna sem skipulagði verkfallið útskýrði: 

„Eins og á mörgum af þessum árlegu ráðstefnum sáum við mikinn grænþvott… Flestir stjórnmálamanna sem taka þátt er alveg sama. Viðburðurinn innihélt nokkrar pallborðsumræður frá ungmennum og frumbyggjaleiðtogum, en þau þóttu aðallega til sýnis, miðað við samtöl sem ég heyrði og þau pallborð sem ég sótti. Þó að Hringborð norðurslóða eigi að ná yfir önnur mál en réttindi frumbyggja og umhverfið – öryggi og framtíð norðurslóða til dæmis – er ekki hægt að taka á framtíð norðurslóða án þess að taka á umhverfismálum og fólkinu sem býr þar, á þann hátt sem tekur mið af hagsmunum og þörfum þeirra ásamt vísindum.“

         Meðal fyrirlesara í loftslagsverkfallinu voru ungmenni frumbyggja frá Grænlandi og Alaska og skipuleggjendur frá Íslandi, þar sem þátttakendur sungu „loftslagsréttlæti núna“ og deildu sögum af strandveðrun og afleiðingum þess að hafís á Norðurheimskautinu hverfi.

         Á meðan talaði Lisa Murkowski, bandarískur öldungadeildarþingmaður frá Alaska, um klofning verkefna á borð við Ambler Road, fyrirhugaðan námu- og þróunarveg í gegnum viðkvæman, veglausan sífrera sem nú er í umdeildum opinberum athugasemdafresti.

         „Við skipulögðum verkfallið til að vekja athygli, fá útrás og sýna gremju okkar – okkur finnst þessar ráðstefnur ekki taka mannréttindi frumbyggja og umhverfisréttlæti nógu alvarlega. Ef þær gerðu það myndu ráðstefnur eins og þessar líta allt öðruvísi út,“ bætti Cody við.

         Steinunn Eyja Halldórsdóttir, nemandi frá Arctic Circle námskeiðinu, var sérstaklega hrifin af mikilvægu hlutverki varðveislu tungumálsins í loftslagsréttlæti.

         „Ég varð fyrir djúpstæðri upplifun á Arctic Circle Assembly,“ sagði Steinunn. „Nadine Kochuten, framkvæmdastjóri Aleut International Association, talaði um móðurmál sitt og menningu. Þegar hún flutti ræðu sína gat hún ekki haldið aftur af tárunum. Móðurmál hennar er að deyja út. Aleut eða Unangam Tunuu, hefur einungis 20 málnotendur og sumar mállýskur hafa þegar glatast vegna nýlegs fráfalls síðustu manneskju á þeirri mállýsku. Kochuten kynnti myndband þar sen Unangam Tunuu var talað. Að geta heyrt tungumálið var djúpstæð og sérstök upplifun.“

        Á heildina litið var lykilniðurstaða Hringborðs norðurslóða sú að ríkjandi loftslagsfrásagnir koma frá höfundum, og það er mikilvægt að viðurkenna hverjir þessir höfundar eru. Einkennist umræðan í kringum loftslagsbreytingar af stefnumótendum, fyrirtækjum eða stjórnmálamönnum? Og væru þessar frásagnir öðruvísi ef þær væru skrifaðar af meðlimum samfélagsins, skipuleggjendum ungmenna eða leiðtogum frumbyggja? Umræðan í kringum loftslagsmálefni þarf ekki að vera „nei við allri framtíðarþróun“, heldur verða þau sem taka ákvarðanir að vera hagsmunaaðilar, samráð við samfélagið verður að vera í fyrirrúmi og höfundar loftslagsfrásagna okkar verða að vera þeir sem raunverulega búa á og hafa umsjón með norðurslóðum fyrir velmegun komandi kynslóða.