Sögur af starfsnámi: Að vinna fyrir UArctic í höfuðborg Lapplands
Þýðing: Hallberg Brynjar Guðmundsson
Í september 2021 byrjaði ég að vinna sem nemi hjá UArtic International Secretariat í Rovaniemi í Finnlandi. Borgin sem ég mun búa í fram í júní 2022 er höfuðborg Lapplands svæðisins í Finnlandi og er Rovaniemi stundum kölluð höfuðborg norðurskautsins. Þar eru hreindýr á stjá á götunum, endalaus skógarjaðar, frosnar ár, þar er þessi ljúfa finnska passiv-árásargirni og auðvitað jólasveinninn sjálfur sem gera Rovaniemi vægast sagt heillandi. Til að vitna í orð fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu; „maturinn er ekki frábær en jólasælgætið er algjör bomba”
Hvað er UArctic?
UArctic er stytting á University of the Arctic, eða Háskóli norðurslóða á íslensku. Í skólanum má finna samstarfsnet milli háskóla, framhaldsskóla, rannsóknastofnana og annara stofnana sem einblína á menntun og rannsóknir á og við norðurslóðir. Markmið skólans er að efla mannfjöldann í norðri, stuðla að sjálfbærum samfélögum og efnahag ásamt því að auka alþjóðlegt samstarf. Það má segja að UArctic sé hugarfóstur Norðurskautsráðsins og deilir skólinn gildum þess.
Ég hef tekið að mér fjölbreytt verkefni og hlutverk innan skrifstofunnar sem hafa gert mér kleift að öðlast verðmæta reynslu í fjölverkavinnu og bætt skipulagshæfileika mína. Starf UArctic er ótrúlega áhugavert, þýðingarmikið og hefur gert mér kleift að kynnast atburðum, frumkvöðlum, og stofnunum út um allt norðurskautið. Með þemanetum sínum (Thematic Networks) fá fræðimenn og rannsakendur að taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og þekkingarskiptum.
Sameiginlegar raddir.
Hinsvegar naut ég þess mest að leggja mig af mörkum þegar kom að árlega tölublaði UArctic “Shared Voices” eða Sameiginlegar raddir. Titill tímaritsins kemur frá einkunnarorðum samtakanna: „Með sameiginlegum röddum.” Undir stjórn Hannele Palviainen, framkvæmdar- og ritstjóra tímaritsins, fékk ég tækifæri á að vinna að flestu sem fylgir því að gefa út tímarit. Undir leiðsögn Hannele gat ég verið skapandi með efnið, ég tók viðtöl og ritstýrði greinum. Ég fékk þessi verkefni þökk sé fyrri reynslu af Stúdentablaðinu, svo ég þakka Stúdentablaðinu fyrir þá reynslu.
Eins og staðan er í dag þá erum við á fullu að klára tölublaðið sem á að koma út í maí 2022. Blaðið mun innihalda fullt af spennandi efni, meðal annars viðtal við þekktan íslenskan leikara og kvikmyndagerðarmann. Getur þú giskað á hver það er? (vísbending: Katla).
Þú uppskerð það sem þú sáir
Ég hlakka til að taka þátt í prentunar-, útgáfu- og dreifingarferlinu og við munum sjá til þess að senda nóg af eintökum til Háskóla Íslands. Tímaritið Shared Voices verður einnig aðgengilegt á netinu á Issuu og á vefsíðu UArctic. Ég hefði ekki getað verið hluti af þessu spennandi verkefni án framúrskarandi stuðnings frá Hannele og stöðugrar hvatningar hennar. Ég er mjög ánægð með það sem við höfum getað áorkað hingað til og ég vona að lesendur njóti blaðsins eins mikið og mér líkaði við að vinna að því.
Yfir heildina litið hefur upplifunin í Rovaniemi einkennst af hæðum og lægðum. Skortur á félags- og menningarlífi vegna COVID-19 takmarkananna hafði vissulega áhrif á upplifun mína og það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Á hinn bóginn hefur þetta verið frábært tækifæri til að þroskast faglega og