Frá Aristótelesi til Freud og frá því steinsteypta til hinna sjálfuppfyllandi spádóma

Þýðing: Sindri Snær Jónsson

Frelsi til ákvörðunatöku og hugsunar eru þættir sem teljast vera réttur allra nú til dags. Það skiptir engu hver aldur þinn, kynþáttur, kyn, kynhneigð eða pólitísku skoðanir þínar eru, þá er sjálfsagt í dag að þú hafir rétt á því að skilgreina sjálfsmynd þína, tjá hana og fylgja draumum þínum eða ástríðum eins og þú vilt. Það fer framhjá mörgum að þó að allir eigi auðvitað rétt á því, þá er slíkt frelsi aðeins veruleiki á okkar tímum. 

Við vitum öll að fólk í gamla daga þurfti að fylgja miklu fleiri félagslegum reglum, en því miður spyrjum við sjaldan af hverju sú var raunin. Ástæðan er sú að þó að þessar reglur hafi verið heftandi fyrir einstaklinginn, þá voru þær oft nauðsynlegar. Það er hluti sögunnar sem okkur er ekki oft kennt.

Hver er þessi rödd inni í höfðinu mínu?

Hugtakið samfélag er búið að vera til í svo langan tíma að fólk í dag getur sennilega ekki ímyndað sér líf án þess. Samt átti fólk í fortíðinni erfitt með að mynda samfélag og oft var það ekki eins glæsilegt eins og má sjá í bíómyndunum. Í rauninni voru þau miklu ómerkilegri og fámennari en hinir ýmsu miðlar láta okkur halda. 

Þetta er ástæðan fyrir því að fólk þurfti mjög skýrar leiðbeiningar um hvernig það ætti að lifa lífinu sínu. Þetta gæti hljómað asnalega í dag, en við erum að ræða um samfélög sem hélt ennþá að hugsanir þeirra væru ekki þeirra eigin og að Seifur væri röddin inni í höfðinu þeirra. Ástæðan fyrir þessu er sú að það er haldið að með framförum í tungumálum hafi einnig orðið framfarir í hugsunum okkar: Því meir sem fólk gat byrjað að tjá sig með orðum, því fleiri hugtök urðu til vegna þess að við byrjuðum að hugsa meira. Vandamálið við þetta er að fyrst að hugtakið „hugsun” kom svo snemma fram í mannkynssögunni, þá var erfiðara að skilja hugtök eins og huglægni, draumóra og persónuleg markmið.

Steinsteyptar hugmyndir

Þetta er ástæðan fyrir því að fyrstu heimspekingarnir voru með svona “steyptar” hugmyndir um hvernig samfélög ættu að virka. Allra áhugaverðust væri hugmynd Aristótelesar um “telos,” eða áfangastað, en þetta nafn gaf hann kenningunni sem segir að allt og allir eigi hinn fullkomna og endanlegan áfangastað. Þessi kenning í raun eyðilagði hugmyndir um frjálsan vilja, þar sem allar verur ættu sértæk hlutverk og gagnsemi út af formi þeirra og tilgangi. Sem dæmi væri þá hægt að segja að fyrst konur geti eignast börn, sé þeirra “telos” (hinn endanlegi áfangastaður) að eignast og ala upp hraust börn. Allt annað en börnin myndi hindra hana frá því að uppfylla tilgang hennar, og því ætti ekkert annað að vera til í lífi hennar. 

Þó að Platón, kennari Aristótelesar, hafi verið miklu ljóðrænni og meiri hugsjónamaður í heimspeki sinni, þá var hann einnig með slíkar steyptar skoðanir. Í hinu „fullkomna ríki” hans voru þrjár stéttir. Lægsta stéttin eru bændur sem sem lifa þægilegu lífi, en en eiga enga aðild í ákvörðunum varðandi pólitík eða vald. Millistéttin eru hermenn sem vernda borgina og gæta bóndabæjanna. Hæsta stéttin eru heimspekingarnir sem ráða í borginni og neita öllum nautnum til þess að hugsa sem skýrast og afla leiðbeininga um hvernig ætti að halda borginni gangandi. Þó að einhver sem hafi fæðst í lægstu stéttinni gæti sannað að hann eigi rétt á sér í hæstu stéttinni, þá getur hann ekki breytt stöðu sinni. 

Það má sennilega einnig sjá svipaðar heimspekilegar pælingar í öðrum hlutum jarðarinnar á hinum fornu tímum. Hvort sem okkur líki það eða ekki, þá tók það mikla hugsun, vistir og fullt af nýjum pælingum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að mennirnir einkennast aðeins af hvernig þeir fæðast og af mismunandi þáttum þeirra. Það tók okkur enn lengri tíma að skilja að hugsanir, markmið, hið fullkomna og það sem á að vera „lífsmarkmiðið” fyrir hvern og einn fer aðeins eftir manneskjunni sjálfri í hvert skipti.

Slík huglægni byrjaði á tímum Freud þegar sálfræðin fæddist og dreifði sér stöðugt þangað til við nálguðumst þann stað sem við erum á í dag þar sem, í vestrinu, sjáum við loks að hver og ein manneskja hefur mismunandi hugmyndir um hvernig „hið góða líf” lítur út. En af hverju er það þannig?

Sjálfbærni og sjálfsvitund 

Tja, það er einungis af því að við höfum meiri vitund, fleiri leiðir til þess að lifa af og alvöru frítíma (ásamt milljónum annarra byltinga). Hvort sem okkur líki það eða ekki, þá tekur tíma og orku til að nálgast huglægni, og á tímum þar sem er krísa eða þegar lítið er til af vistum, þá þarf hver og einn einstaklingur í samfélagi að hafa skýrt hlutverk innan þess samfélags svo að það lifi af. Þetta er einnig ástæðan fyrir því að vestrið er eini staðurinn sem hefur náð að skapa það sem við myndum kalla „sjálfuppfyllandi spádóm.” Restin af jörðinni lifir í strangari samfélögum með enn fleiri reglum af því að þau hafa oft ekki sama magnið af vistum (að sjálfsögðu ekki án undantekninga). 

Þetta afsakar alls ekki þá grimmu framkomu sem lægri stéttin hefur þurft að líða í gegnum tíðina. Ég trúi því að mannkynið eigi að líta á alla einstaklinga sem jafningja, og að allir eigi rétt á því að velja sína eigin leið án þess að notfæra sér einhvern annan. 

Það er þó mikilvægt að skilja að slík uppgötvun hafði langan aðdraganda. Þá er vert að minnast á að fólk getur ekki búið til hugtök þegar það er aðeins að reyna að lifa af. 

Samfélag getur aðeins orðið til undir því lögmáli að til sé nógu mikið af vistum fyrir alla; annars er séns á óréttlæti og steinsteyptum hugmyndum.