Sólin, húðin og SPF
Þýðing: Þórunn Halldórsdóttir
Undanfarinn áratug hafa sérfræðingar á sviði húðsjúkdóma og áhugafólk um húðumhirðu snúið sér til samfélagsmiðla til að deila þekkingu sinni og þar af leiðandi hafa upplýsingar um heilbrigði húðarinnar og húðumhirðu orðið aðgengilegri en nokkur sinni fyrr. Þrátt fyrir að til séu margar tegundir af húð og að húðumhirða ætti að vera sniðin að hverri tegund, segja margir sérfræðingar og áhrifavaldar að ef það er ein alhliða vara sem allir þurfa, þá sé það sólarvörn. Sólarvarnarstuðull er nánar tiltekið nauðsynlegur í kremum eins og sólarvörn. Hvert fyrir sig hafa þau óafvitandi skapað einróma vitundarvakningar herferð varðandi áhrif sólarinnar á húðina okkar og þau hafa dregið húðkrabbamein, ótímabæra öldrun og heilsu húðarinnar fram í dagsljós almennrar umfjöllunar.
Harmful UV Rays
Sólin, dýrðlega heita og bjarta sólin, sem situr í miðju sólkerfis okkar, spilar nauðsynlegt hlutverk í lífvænleika jarðarinnar og allra lifandi vera sem byggja hana. Eins og plöntur hafa manneskjur og dýr aðlagast til að hámarka gagnið sem þau geta haft af sólinni. Stærsta líffæri okkar, húðin, drekkur í sig útfjólubláu geislana frá sólinni og framleiða D-vítamín, sem er meðal annars mjög mikilvægt fyrir heilbrigði beina og aðstoðar heilbrigðan frumuvöxt. Sé man aftur á móti útsett fyrir útfjólubláum geislum til lengri tíma getur það verið mjög slæmt fyrir húðina þar sem þeir valda skemmdum á DNA sem getur leitt til truflana á starfsemi frumnanna. Yfir ákveðinn tíma geta skemmdu frumurnar aukist óstjórnlega, sem getur leitt til húðkrabbameins.
Það er átakanleg hugsun, krabbamein sem myndast hljóðlaust innan í líkamanum, en það eru nokkur merki sem ættu að gefa til kynna hvort þú þurfir að leita til læknis. Það er vert að minnast á það við húðsjúkdómalækninn þinn eða heimilislækninn þinn ef þú ert sólbrunninn. Þú getur einnig haft augun opin fyrir sólarblettum á andliti, höndum eða öðrum svæðum húðarinnar sem eru gjarnan mikið í sólarljósi, sem er annað merki um of mikla útsetningu á útfjólubláum geislum. Ef þú tekur eftir ótímabærri öldrun, eins og myndun hrukka í andliti, þýðir það að teygjanlegir trefjar húðarinnar eru að skemmast. Þess vegna er mikilvægt að vera upplýstur um þessi merki og að tala um þau við fagmann eins fljótt og auðið er.
Hvað er sólarvarnarstuðull (e. SPF)?
Það er mikilvægt að nota sólarvörn og verja sig gegn sólinni. Sólarvörn og aðrar vörur eins og rakakrem sem hafa sólarvarnarstuðul verja húðina með því að hægja á áhrifum sólarinnar á húðina. Sólarvarnarstuðullinn er „hlutfallsleg mæling sem gefur til kynna hversu lengi sólarvörnin verndar þig fyrir útfjólubláum geislum.“ Meðal margra leiða til að forðast langa útsetningu fyrir sólinni eins og að halda sig í skugga og að klæðast kælandi en verjandi fatnaði, eins og höttum, er sólarvarnarstuðull einnig mjög mikilvægur. Tölur sólarvarnarstuðla eiga yfirleitt bara við um UVB geisla, en sumar sólarvarnir verja einnig gegn UVA geislum. UVB og UVA geislar eru báðir á rófi útfjólublás ljóss. UVA geislar smjúga dýpra inn í húðina en UVB geislar, þó að þeir síðarnefndu valdi sólbruna og séu áhrifameiri í myndun húðkrabbameins.
Hvernig á að nota sólarvarnarstuðulinn
Ástralska sólarvarnarframleiðandinn Badger lýsir því á heimasíðu sinni:
„Ef húðin þín myndi venjulega brenna eftir 10 mínútur í sólinni, myndi notkun á sólarvörn með sólarvarnarstuðli 15 gera þér kleift að vera í sólinni í um það bil 150 mínútur án þess að brenna (stuðull 15 sinnum meiri). Þetta er gróft mat sem veltur á tegund húðar, styrk sólarljóss og magni sólarvarnar sem notuð er. Sólarvarnarstuðullinn er í raun mælikvarði á vörn gegn magni UVB útsetningar og er ekki ætlað að hjálpa þér að ákvarða lengd útsetningar.
Til að fá sem mesta vörn mæla sérfræðingar með því að nota í minnsta lagi sólarvörn með stuðli 15, að bera á sig rétt magn (2mg/cm2 af húð, eða um eina únsu (29,6 ml) til að hylja líkamann), og að bera aftur á sig á 2ja tíma fresti.
Flestir bera á sig of litlu magni af sólarvörn og nota aðeins ¼ til ½ nauðsynlegs magns. Þegar helmingur nauðsynlegs magns er notað veitir sólarvörnin aðeins vörn sem hljómar upp á kvaðratrót uppgefinnar tölu. Svo að notkun á helmingi nauðsynlegs magns af sólarvörn með stuðli 30 veitir bara vörn sem samsvarar réttri notkun á sólarvörn með stuðli 5,5! “
Það væri óréttlátt gagnvart sjálfu þér að verja þig ekki fyrir útfjólubláum geislum með notkun á sólarvörn með sólarvarnarstuðli. Framfarir í vísindum hafa fært okkur á þann stað að við getum nú verndað okkur fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar. Það er ekki tryggt að þú fáir ekki krabbamein en varúðarráðstafanir eru alltaf betri en lækning.