Við, hinir evrópsku stúdentar

Mynd / Aðsend

Mynd / Aðsend

Þýðing: Stefán Ingvar Vigfússon


Núna ættum við öll að hafa heyrt að Háskóli Íslands sé meðlimur Aurora bandalags evrópskra Háskóla. Sumarið 2020 samþykkti Evrópuþingið að Aurora bandalagið yrði eitt af fjörtíu og einum verkefnum Evrópskra háskóla sem njóta stuðnings Erasmus+, og er það nú í fararbroddi við að skapa sameiginlegan vettvang langskólanáms og rannsóknarsamfélags. Fréttir um Aurora bandalagið einblína oft á stóru myndina. Við fáum að kynnast langtíma markmiðum og heyrum stikkorð á borð við evrópsk háskólagráða og lærdómur án landmæra, samfélagsleg áhrif og mikilvægi rannsókna, sjálfbærni og innlimun.

Hvað þýðir þetta, sérstaklega fyrir daglegt líf stúdenta?

Aurora bandalagið ákvað snemma að nálgast vinnuna á opinn hátt og leggja sig fram við að ná þátttöku stúdenta á öllum stigum. Oftar en ekki komu bestu hugmyndirnar frá framsýnu ungu fólki. Með því að gera stúdenta að virkum þátttakendum í umræðum sem voru annars skipaðar fagfólki voru fulltrúar stúdenta hvattir til þess að leggja sitt fram við verklag Aurora.

Fulltúrar stúdenta frá öllum háskólum í bandalaginu mynda Stúdentaráð Aurora. Yfirleitt eru Stúdentaráðsliðar Aurora bandalagsins þegar kjörnir fulltrúar í sínum háskólum, en það eru margar aðrir leiðir fyrir stúdenta til þess að taka þátt í innviðum Aurora.

Á skólaárinu 2020-2021 hrinti Stúdentaráð Aurora bandalagsins verkefninu Aurora Student Champions Scheme úr vör, verkefni sem hvetur stúdenta til þess að taka þátt í verkefnum og samstarfshópum milli mismunandi stofnanna. Með því að geta valið sér hóp eftir sínu áhugasviði geta stúdentar einblínt á það sem þau brenna fyrir í samstarfi við fagfólk á tilteknum sviðum.

Hagnýt áhugamál

Mynd / Aðsend

Mynd / Aðsend

Innan Aurora bandalagsins er að finna marga starfshópa sem leggja upp með að leiða saman sérfræðinga um ákveðin þemu eða verkefni frá öllum Aurora háskólum. Þannig vinna þau að því að finna ákveðin viðfangsefni og tækifæri til þess að efla háskóla og kynna gildi bandalagsins. Alþjóðavæðing, sjálfbærni, fjölbreytileiki, rannsóknir og nýsköpun eru meðal helstu umræðuefna þessara starfshópa, sem skiptast svo í minni, sérhæfðari undirhópa. Fulltrúar stúdenta geta valið úr þessum hópum, en það er sama hvort valið sé vegna þess að viðfangsefnið tengist námi þeirra eða vegna þess að það standi þeim nálægt. Þau miðla ekki eingöngu dýrmætum sjónarmiðum stúdenta, heldur öðlast einnig reynslu af alþjóðlegum verkferlum, sem getur komið sér vel þegar fram líða stundir.

Fulltrúar stúdenta taka einnig þátt í verkefnum með öðrum Aurora nemendum frá öðrum háskólum, svo sem við ritgerðarskrif, sem pennavinir eða með þátttöku í málþingum eða vinnustofum. Með því að taka þátt á mörgum sviðum öðlast Aurora stúdentar mjúka færni á borð við mannleg og menningarleg samskipti sem fólk öðlast með því að stunda nám erlendis. Þessa færni er erfitt að mæla á akademískan máta en hún mun láta Aurora nemendur skara framúr í framtíðinni.

Í lok skólaársins fá fulltrúar stúdenta viðbótardiplómu fyrir þátttöku þeirra sem viðurkennir frumkvæði þeirra og forvitni - nokkuð sem getur verið erfitt að öðlast á hefðbundnum námferli.

Meira á leiðinni

Þetta er bara upphafið af spennandi Aurora verkefnum. Það verða fleiri viðburðir í boði þar sem Aurora þátttakendur fá tækifæri til þess að kynnast innbyrðis. Auk Fulltrúarráðsins geta stúdentar sótt um að verða kynningarfulltrúar Aurora og hjálpað til við að kynna viðburði.

Í byrjun kann þetta hafa virkað eins og flókið verkefni fyrir akademíska starfsmenn, en með tímanum verður þetta vettvangur fyrir stúdenta frá mismunandi menningarheimum til þess að eiga samskipti sín á milli, þvert yfir Evrópu og heiminn allan. Fyrir tilstilli sameiginlegra akademískra auðlinda munu Aurora nemendur geta skráð sig í námskeið hjá öðrum Aurora stofnunum. Ef það er eitthvað sem þetta fjarlíf undanfarins árs hefur kennt okkur þá er það að veraldleg fjarlægð er ekki steinn í götu lærdóms!