Að deila er dyggð: “Freedge” á norðurhveli jarðar

Mynd: Katia Saci

Mynd: Katia Saci

Þýðing: Hallberg Brynjar Guðmundsson

Matarsóun heimsins sýnir fram á dramatískan raunveruleika þar sem milljarðar tonna af mat enda í ruslinu. Samkvæmt greiningu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna telur matarsóun í heiminum meira en 1.3 milljarða tonna á ári, sem samsvarar einum þriðja af heildarframleiðslunni. Í stuttu máli, af þeim 3,9 milljörðum tonna af matvælum sem framleidd eru í heiminum enda 1,3 milljarðar tonna í ruslinu. Upplýsingar um sóun íslenskra fyrirtækja er ábótavant vegna skorts á tölfræðilegum gögnum og þarf af leiðandi eru upplýsingar um úrgang í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskvinnslu, olíu- og mjölframleiðslu, mjólkurvöruframleiðslu og framleiðslu drykkjarvöru afar fágætar. Samkvæmt nýjustu gögnum sem birtar voru af Umhverfisstofnun Íslands árið 2019 var matarúrgangur samtals 40,845.6 tonn eða 112,6 kg per mannsbarn ár hvert. 

Kamila og Marco komu til Íslands fyrir tveimur árum og öðluðust  í gegnum íslenska menningu einstakan skilning á samfélaginu, sem hvatti þau til þess að taka meiri þátt í verndun umhverfisins. Að takmarka matarsóun er eitt af mörgum litlum skrefum sem hægt er að taka til þess að vernda umhverfið. Eftir að hafa kynnst hugmyndafræði svokallaðra “gáma-kafara”, þar sem fólk bjargar mat úr ruslagámum og deilir með vinum, var Kamilu brugðið yfir magni mats sem er hent. Hugmyndin um ,,samfélagslegan ísskáp” vaknaði á Vestfjörðum á  “Hacking Hekla”, sérstökum viðburði fyrir sprotafyrirtæki. 

Að ,,Freedge’a” er þegar orðin alþjóðleg hreyfing svo það er ekki glæný hugmynd en er hins vegar nýtt af nálinni á Íslandi. Þegar hugsað var fyrir staðsetningu á ísskápnum þótti Andrými vera góður kostur þar sem þau voru nú þegar að skipuleggja “gáma-kvöldverði” og aðrar uppákomur til að vekja athygli á matarsóun. Því má bæta við að ,,Freedge” á Íslandi er sá eini sinnar tegundar á norðan hveli jarðar.

Eftir að hafa búið á Íslandi í nokkra mánuði þá fundu Kamila og Marco notaðan ísskáp til sölu á vefsíðunni bland.is. Þau byggðu skýli úr þessum ísskáp (auðvitað úr 100% endurunnu efni) með það markmið að vekja meðvitund á matarsóun á Íslandi og í heiminum. Á sama tíma er ísskápurinn sem tímabundið búr fyrir mat sem myndi annars enda í ruslinu.

Það geta allir gefið mat í ísskápin og maturinn er aðgengilegur öllum þeim sem vantar frítt. Ísskápurinn er staðsettur í Andrými á Bergþórugötu 20.

Mynd: Katia Saci

Mynd: Katia Saci

Allur matur er merktur og honum skipt niður til þess að sporna við krossmengun. Stúdentar eru hvattir til þess að heimsækja þennan „býskáp“ (e. Bee-freedge), en býskápurinn fær nafnið út frá litunum á honum, svart og gult. Kamila vonar til þess að gjörningurinn muni vera innblástur fyrir önnur bæjarsamfélög á Íslandi. Það er líka hægt að fara inn á facebook hópinn „Reykjavík Freedge community“ og finna upplýsingar um matarúrvalið og hvernig tekið er á móti frjálsum framlögum.