„Hryllingssögur“ af Stúdentagörðum

Mynd: burst.shopify.com

Mynd: burst.shopify.com

Þýðing: Þula Guðrún Árnadóttir

Að búa á Stúdentagörðum getur verið gaman. En það getur líka verið ógnvekjandi. Hér eru nokkur dæmi um það. Þessar sögur eru hvorki byggðar á raunverulegum atburðum né fólki, heldur bera með sér eins konar „stúdentagarða-þjóðsagna“ blæ.

„Illa lyktandi uppþvottavélin í Gamla Garði“

Hr. Pasta er piltur sem elskar pasta. Hann er ekki sýklafælinn á neinn hátt, en hann er tiltölulega hreinlátur og vill hafa hlutina sína snyrtilega, sérstaklega þegar hann býr með öðrum. Þegar hann heyrði að nýju nágrannarnir sem hann átti að deila eldhúsi með væru álíka miklir snyrtipinnar og hann var honum létt. Hann var handviss viss um að eldhúsið myndi vera hreint og fínt, Hvað gæti farið úrskeiðis?

Það getur greinilega margt farið úrskeiðis. Nýju nágrannarnir virtust hreinlegir í fyrstu. En dag einn fór skrítin lykt að koma úr eldhúsinu. Hr. Pasta ákvað því að fylgjast betur með hvað þeir væru að gera, hann var alveg sleginn út af laginu. Nýju nágrannarnir héldu greinilega að það væri góð hugmynd að setja allt í uppþvottavélina. Þegar ég segi allt, þá meina ég ALLT. Jafnvel lokin af ruslafötunum. Upp frá þeim degi hefur Hr. Pasta hætt að trúa öllu sem hann heyrir. Hann vaskar líka alla diskana sína upp sjálfur til þess að forðast að nota illa lyktandi uppþvottavélina.

„Trúkonan“

Endur fyrir löngu, langt frá Íslandi, var stelpa sem bjó í stúdentagörðum í heimalandi sínu. Við skulum kalla hana „Gelluna“, þar sem hún er frekar kúl. Þar sem hún er klár, fyndin, sæt og virk í pólitík. Gellan á marga vini. Henni líkar vel við flest og samþykkir þau sama á hvað þau trúa. Þannig þegar Gellan þurfti að deila herbergi með tryggri trúkonu var henni alveg sama.

Í dágóðan tíma lék allt í lyndi. Stelpurnar tvær voru búnar að koma sér upp rútínu sem virkaði fyrir þær og þær voru frekar vingjarnlegar við hvor aðra, þrátt fyrir mismuni á milli þeirra: Trúkonan bað bara þegar Gellan var ekki að læra, og Gellan fór úr herberginu til að gefa trúandanum frið til þess að biðja. Það komu nokkrir kippir en ekki meira en í eðlilegum vinasamböndum. Þar af leiðandi bauð Gellan tryggu Trúkonunni að hanga með vinahópnum sínum. Það gat ekki sakað, eða hvað?

Umræðuefni kvöldsins komu og fóru, og allt virtist í lagi, þar til heimspekina bar á góma. Þar sem bjór og stúdentar eru myndast gjarnan samræður um heimspeki. Eitt leiddi af öðru og fljótt bar trúarbrögð á góma. Eitt í einu sögðu þau frá trú sinni, öll svöruðu eðlilega þrátt fyrir mismunandi trúr, þar til það kom að Trúkonunni sjálfri...

„Ó, Guð minn krefst sýnilegra gjörða til staðfestingar trúarinnar í gegnum bænir“, sagði hún og með glott á vör. Allir litu út fyrir að vera ráðvilltir, þannig Krishna trúandinn nýtti sér tækifærið og útskýrði ítarlegar. „Ég bið á hverjum degi og fyrir lotningu  mína hefur hann byrjað að tala við mig. Hann veit ég myndi gera hvað sem er fyrir hann. Jafnvel drepa systur mína…“ Hún sneri sér við og horfði á restina af hópnum. Hún hélt áfram að brosa á meðan hún talaði: „Ég myndi jafnvel drepa þig.“

Þá sló þögn á hópinn þangað til umræðuefni breyttist. En eftir þetta sat Gellan föst í sætinu sínu; þetta var herbergisfélagi hennar, og þessi opinberun gerði hana órólega. Þannig þegar þær komu heim ákvað hún að takast á við hana í eldhúsinu. Gellan reyndi að tala um sínar tilfinningar á málinu eins kurteisislega og hún gat, þrátt fyrir hennar eigin hneyksli á því sem hafði verið sagt.

„Hérna,“ hún reyndi að tala eins mjúklega og hún gat. „Mér fannst það sem þú sagðir mjög óþægilegt. Finnst þér í alvörunni allt í lagi að fara um og segja fólki að þú myndir drepa það ef—“

En hún náði ekki að klára setninguna. Gellan sá augu herbergisfélag síns skjóta neistum. Eitthvað í eðli Gellunnar lét hana hlaupa inn í herbergið og læsa sjálfa sig inni: Það var eitthvað stórt að fara af stað.

Eftir nokkrar mínútur, var Trúkonan farin að berja á hurðina og öskraði aftur og aftur „HVERNIG DIRFISTU AÐ ÖGRA MÉR?!“

Á einum tímapunkti hljómaði eins og hún væri að henda líkama sínum af öllu afli að veggnum. Gellan hélt að þetta yrði hennar síðasta, þannig hún hjúfraði sig í horninu og beið. Eftir smá stund stoppaði allt. Gellan hélt niðri í sér andanum og beið í nokkrar mínútur, en ekkert gerðist. Hún hafði ekki um neitt að velja svo hún fór út til að sjá hvað væri í gangi.

Hún fann Trúkonuna í sturtunni hvar hún var að hella vatni yfir sig, ennþá í fötunum, og bað til Guðs. Gellan vissi að hún mátti engan tíma missa, á nokkrum mínútum var hún búinn að pakka öllu því helsta, fór úr byggingunni, og leitaði skjóls heima hjá einum vina sinna.

Hún skipti um herbergi eins fljótt og hún gat, og talaði aldrei við Trúkonuna aftur.

Munið krakkar, þegar þið flytjið inn í sameiginlegt rými þá finniði kannski besta vin ykkar… eða missið bara alla von á mannkyninu.