Áhyggjur unga fólksins: Framtíðarstúdentar ræða áhyggjur sínar og væntingar gagnvart nýrri ríkisstjórninni

Myndir: Mandana Emad and Mahdya Umar

Myndir: Mandana Emad and Mahdya Umar

Er Ísland undirbýr sig fyrir Alþingiskosningarnar 2021 er kastljósinu varpað á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkana. Hver og einn flokkur er í herferð til þess að upplýsa almenning um stefnuskrá sína og mögulegir framtíðarstjórnendur landsins reyna að fá fólkið til að kjósa flokkinn sinn. Í kjölfar þess mun fullorðna fólkið hrúgast á kjörstað 25. september til að kjósa og munu ákvarðanir þeirra hafa áhrif á líf unga fólksins á Íslandi sem ekki enn á þess kost á að kjósa. Þess vegna vildi ég vita hver helstu álitamál íslenskra unglinga væru og hvaða mál þau vilja að ríkisstjórnin takist á við. Ég var mjög heppin að fá að tala við nokkra glögga, jarðbundna og hreinskilna nemendur við Kvennaskólann og hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir frá þeim þar sem þau tala um þau mál sem þeim finnst mikilvægt að skoða þegar nýja ríkisstjórnin setur sér markmið fyrir næstu fjögur árin.

Salka: Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að hafa skýrari stefnu þegar kemur að því að kljást við loftslagsvána af því að það er mjög alvarlegt vandamál í dag og mér líður eins og að þau séu ekkert að gera í því. Að mínu mati er þetta bara tómt þvaður og að þau hafa engar langtímaáætlanir. Því lengur sem beðið er, því meira versna aðstæður þangað til við getum ekki snúið aftur. 

Bóas: Ríkisstjórnin ætti að slaka aðeins á eyðslunni. Öllum líkar við lægri skatta og lægri útgjöld ríkisins almennt. Það gæti verið góð hugmynd að auka einkavæðingu, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Það fara fram margar aðgerðir sem einkaframtakið ættu að sjá um sem eru niðurgreiddar af ríkinu.

Aldís: Ríkið ætti að innleiða skýrari lög varðandi kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Kerfið þarf að batna þolendanna vegna. Fyrir nokkrum árum stal kona samloku í matvörubúð og nokkrum mánuðum síðar réðst maður kynferðislega á konu. Konan sem stal samlokunni fékk lengri dóm heldur en maðurinn sem réðst kynferðislega á konu. Þetta gerði mig reiða.

Guðný: Við þurfum að endurbyggja kerfið í þágu þolenda ofbeldis. Það eru of margar leiðir til að komast undan lögunum varðandi svona mál. Þolendur eiga svo erfitt með að sanna það sem hefur gerst við þá. Vegna þess er ómögulegt að öðlast réttlæti. Dómarnir eru alltof stuttir og þeir þurfa að vera harðari.

Aldís: Ég væri mjög til í að sjá flokkana taka skýrt fram andstöðu sína gagnvart kynferðisofbeldi. Að sýna fólkinu að þið [pólitíkusarnir] séuð að gera eitthvað í raun og veru og ekki bara að segja að þið munuð gera „eitthvað“ þegar kemur að kosningum. Fylgið orðunum eftir.

Hrafnhildur: Við heyrum um konur sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi en það er voða lítið gert til þess að hjálpa þeim. Unga fólkið í landinu þarfnast nægrar menntunar um jafnrétti og réttindi kvenna í gegnum menntakerfið og ekki í gegnum internetið.

Aldís: Menntaskólagangan var einu sinni fjögur ár en núna er hún þrjú ár. Ísland skrifaði undir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórnin er nú að brjóta gegn réttindum okkar með því að stytta skólagönguna. Nú er búið að þjappa saman fjögurra ára menntun í þrjú ár. Ríkisstjórnin færði aldrei fyrsta menntaskólaárið yfir í tíunda bekkinn eins og þau ætluðu að gera og samkvæmt okkar réttindum er þetta ekki í lagi, en sama er þeim. 

Guðný: Ég bjó á Vestfjörðum þar sem er ekki búið að laga marga af vegunum síðan þeir voru lagðir. Það gerast svo mörg slys á þessu svæði en ríkisstjórnin lagar aldrei vegina. Þau segja að af því að þetta sé utan höfuðborgarsvæðisins, þá skiptir þetta ekki jafn miklu máli þó að slysin þarna séu mörg! Ríkisstjórnin vill ekki skipta sér af neinu utan höfuðborgarsvæðisins. (Kennarinn bætir við: „Vegagerðin er ríkisrekin, þannig þetta er svo sannarlega ríkismál“).

Ísak: Kennið okkur meira um hverju við getum treyst á netinu og hvernig við getum brugðist við hættunum og öðru sem gæti birst.

Maríus: Við nýtum okkur endurnýjanlega orku en kolefnissporið okkar er svo mikið vegna þess að við flytjum inn svo margt.

Ísak: Ég myndi segja að stjórnmálamenn eigi að hætta að eyða peningum í tilgangslausa hluti, eins og Reykjavíkurborg gerði þegar þau eyddu mjög miklum peningum í að flytja inn strá til að hafa á veitingastað.

María: Það að fólk haldi að Ísland sé hinn fullkomni staður fyrir konur af því að við kusum fyrsta kvenforsetann í heiminum og vegna þess að við komum vel út í tölfræðirannsóknum um réttlæti þýðir það samt ekki að sé jöfnuður milli kynjanna. Það er ekki réttlátt að hunsa vandamálin. 

Sunna: Við lærum ekkert um jafnrétti, ekkert um penina eða hvernig á að kaupa hús, ekkert um að stofna fyrirtæki eða hvernig á að sækja um vinnu. Hins vegar lærði ég sögulegar staðreyndir sem skipta engu og hvernig á að panta sér pylsu í Danmörku, en ekki hvernig ég kaupi bíl. 

Nemendurnir höfðu margt meira að segja um þessi mál og var þetta lífleg en alvarleg umræða. Nemendurnir vildu kljást við „stór“ vandamál jafnt og „smærri“ vandamál sem myndu bæta samfélagið sem heild. Við vonum öll að nýja ríkisstjórnin muni standast undir væntingum samfélagsins og komi á breytingum sem virkilega þarf á að halda.

SjónarmiðMahdya Malik