Nýsköpunarkeppni fyrir alla stúdenta

Reboot Hack fer fram dagana 14.-16. febrúar 2020. Ljósmynd/Björn Gíslason

Reboot Hack fer fram dagana 14.-16. febrúar 2020. Ljósmynd/Björn Gíslason

Aðsend grein frá markaðsteymi Reboot Hack

Reboot Hack er hakkaþon, nemendadrifin nýsköpunarkeppni sem stendur yfir í 24 tíma. Sérstaða Reboot Hack er sú að lagðar eru fram áskoranir sem þátttakendur leysa. Áskoranirnar eru lagðar fram af samstarfsaðilum Reboot Hack sem eru framúrskarandi fyrirtæki og stofnanir. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og velta upp nýstárlegum lausnum, og nýsköpun snýst einnig um sköpunargleði og framtíðarsýn.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í nýsköpunarsenunni þá er Reboot Hack kjörinn vettvangur til þess að taka sín fyrstu skref! Allir geta mætt óháð því hvort þeir hafi þegar myndað  hugmynd eða teymi. Á viðburðinum verða haldnar spennandi vinnustofur og örfyrirlestrar svo allir þátttakendur geti lært nýja og spennandi hluti. Allir geta tekið þátt í nýsköpun og til þess að geta stuðlað að því að íslenska nýsköpunarsenan sé aðgengileg og fjölbreytt viljum við hvetja alla til þess að taka þátt!

Förum ótroðnar slóðir, tökum áhættu og lærum eitthvað nýtt saman í Reboot Hack 2020. Keppnin fer fram dagana 14.-16. febrúar og allir háskólanemar geta tekið þatt. Þátttaka er ókeypis og skráning er hafin á heimasíðu keppninnar, www.RebootHack.is.

„Það sem kom mér á óvart þegar ég tók þátt í Reboot Hack er hversu gott utanumhald keppnin býður upp á, hversu mikið tengslanetið mitt stækkaði og hve ótrúlega krefjandi en jafnframt skemmtilegt þetta ferli var!“

Valgerður Jónsdóttir, nemi við Háskóla Íslands og þátttakandi Reboot Hack 2019

Nánari upplýsingar má nálgast hér:

Facebook: Reboot Hack Iceland

Instagram: RebootHackIceland

LinkedIn: Reboot Hack Iceland

www.RebootHack.is

Reboothack@reboothack.is

logo 2.png
Annars eðlisRitstjórn