Að nota tæknina í heilsusamlegu líferni og krefjandi námi

Á undanförnum árum hefur ýmis nýsköpun falið í sér að gera fólki kleift að notast við spjaldtölvur eða snjallsíma við hinar ýmsu athafnir daglegs lífs með notkun smáforrita af ýmsu tagi. Fyrir námsmenn getur þessi tækni reynst einstaklega vel, hvort sem um er að ræða skipulagningu námsins eða skipulagið í ræktinni. Forritin eru jafn misjöfn og þau eru mörg og því eru mismikil gæði fólgin í þeim. Hér að neðan má finna lista yfir átta góð smáforrit sem öll eiga það sameiginlegt að vera frí á Google Play eða Android og vera fjölhæf og auðveld í notkun.

Skólinn og vinnan

My Class Schedule: Timetable

My Class Schedule: Timetable

1.     My Class Schedule: Timetable: Ertu með mörg skilaverkefni, verkefnatíma og próf framundan í skólanum og á sama tíma með flókið vaktaplan í vinnunni? Í þessu smáforriti er mjög auðvelt að setja stundatöfluna, lærdómsskipulagið og vaktaplanið upp saman þannig að úr verði heildræn stundatafla svo þú getir séð daginn framundan. Ef þú átt erfitt með að vakna einhvern daginn er því auðvelt að sjá hvað er framundan og finna eitthvað skemmtilegt við daginn.

TickTick.

TickTick.

2.     TickTick: To Do List with Reminder, Day Planner: Þetta smáforrit getur mögulega verið eitt það besta til að benda þér á hvað tekur við þegar skólinn eða vinnan er búin. Í stað þess að fá tilkynningu á Facebook um viðburðinn tengdan áhugamálinu eða vinahittingnum getur þetta forrit minnt þig á viðburðina með einföldum hætti. Einnig býður það upp á að notendur setji sér markmið fyrir dag hvern sem þeir geta svo fylgst með árangrinum og leiðinni að ná þeim.  

3.      Phone Schedule - Call, SMS, Wifi: Í þessu smáforriti gæti dagbók samskiptaglaða fólksins verið. Ef vinnan krefst þess að þú hringir mörg símtöl eða sendir mörg smáskilaboð getur þetta forrit minnt þig á það á meðan þú sinnir öðru amstri dagsins.

4.      Auto Call Scheduler: Hér er dæmi um annað smáforrit sem þú getur tengt við stundatöfluforrit og þannig fengið áminningu um að hringja símtölin sem þú þarft að muna eftir að hringja. Einnig er auðvelt að óvirkja þetta forrit þegar þú þarft ekki á því að halda án þess að eyða því úr tækinu.

Ræktin

Living Buddy.

Living Buddy.

1.      Living Buddy: Þetta smáforrit er auðvelt í notkun ef einstaklingur kýs að stunda hreyfingu heima fyrir eða vill horfa á sjónvarpið á meðan. Í þessu forriti getur einstaklingurinn valið sér teiknimyndapersónu sem bæði lýsir æfingunum og sýnir þær á sama tíma, þannig að hægt er að herma eftir henni.

2.     Sidekick: Hér er um að ræða smáforrit sem var hannað af íslensku teymi lækna, sálfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks til að bæta heilsuna. Það leggur jafna áherslu á slökun, mataræði og hreyfingu. Meginhugmyndafræði smáforritsins er að um leik sé að ræða sem þó getur hvatt til hreyfingar og heilbrigðs lífernis.

3.      Storytel: Í þessu smáforriti er hægt að hlusta á skemmtilegar sögur og hljóðbækur sem geta reynst vel sem slökun fyrir eða eftir ræktina. Hentar einstaklega vel ef námsbækurnar eru til á hljóðbók eða fyrir þá sem vilja eitthvað annað en tónlist til að slaka á. Þetta forrit er einnig með íslenskar bækur og íslenskan upplestur.

Comic Strip Creator.

Comic Strip Creator.

4.     Comic Strip Creator: Viltu vera skapandi í að nota snjalltækið til að setja upp æfingaáætlunina fyrir ræktina? Í þessu smáforriti er hægt á að vera með sínar eigin myndir og setja inn á þær lýsingu, annað hvort með upptöku eða skriflega. Það getur einnig gagnast vel ef þú vilt setja upp hvatningarorð fyrir þig eða æfingafélagann.