Leyndar perlur á háskólasvæðinu

„Bókasafnið í Stakkahlíð er náttúrulega snilld. Jógahornið, ritverið og öll þjónustan sem er í boði.“ Stúdentablaðið/Unsplash

„Bókasafnið í Stakkahlíð er náttúrulega snilld. Jógahornið, ritverið og öll þjónustan sem er í boði.“ Stúdentablaðið/Unsplash

Blaðamaður Stúdentablaðsins spurði nemendur af öllum sviðum HÍ út í leyndar perlur á háskólasvæðinu. Sumir litu á fólk sem leyndar perlur en aðrir nefndu herbergi eða áhugaverða staði þar sem gott er að læra eða eiga notalega stund.

„Lesstofan í VRII, mest kósý og heimilislega lesstofan í háskólanum.“

Helga Sigrún, efnaverkfræðinemi (VON)

„Á 2. hæð í Veröld er stórt herbergi úti í horni með mjög þægilegum stólum og stórum hópavinnuborðum. Það er eiginlega aldrei neinn þar, við í hagfræðinni notum það oft til að læra og stundum til að chilla.“

Adda Malín, hagfræðinemi (FÉL)

„Bókasafnið í Stakkahlíð er náttúrulega snilld. Jógahornið, ritverið og öll þjónustan sem er í boði.“

Kolbrún Lára, leikskólakennaranemi (MVS)

„Mér finnst mjög kósý að læra þar sem Bóksalan er niðri í K-inu í Stakkahlíð. Enginn umgangur og algjört næði til að læra. Þetta er alger perla seinni part dags og á kvöldin.“

Gunnar Karl, framhaldsskólakennaranemi (MVS)

„Háma í Læknagarði er æði, sérstaklega Hafdís sem vinnur þar. Hún er algjört yndi og kemur manni alltaf í gott skap.“

Ragna Kristín, læknisfræðinemi (HEIL)

„Kapellan í Aðalbyggingunni er næs staður sem ekki margir vita af, ég hafði ekki hugmynd um hana fyrr en um daginn!“

Guðjón Máni, hagfræðinemi (FÉL)

„Askja er vanmetin, og göngin yfir í Veröld!“

Sigurhjörtur, stjórnmálafræðinemi (FÉL)

„Bókasafnssalurinn í Veröld, þar er mjög afslappað andrúmsloft og þægilegt að vera.“

Bjarnveig, íslenskunemi (HUG)