Valkostir fyrir grænkera í Hámu

Lífsstíll grænkerans hefur orðið sífellt vinsælli síðastliðin ár. Megininntak hans er að taka siðferðislega afstöðu gegn því að litið sé á dýr sem hráefni eða vöru. Grænkerar reyna því eins og kostur er að sniðganga kjöt og dýraafurðir, sem og annars konar nýtingu á dýrum. Jafnframt hafa margir fært sig nær grænkera-lífsstílnum síðastliðin ár sökum umhverfisverndar og enn aðrir heilsunnar vegna.         

Hámu þeytingur, Hámu salat með nýrnabaunum og avocado, GetRaw með karamellu og heslihnetum og GetRaw með lakkrís og möndlum. Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Hámu þeytingur, Hámu salat með nýrnabaunum og avocado, GetRaw með karamellu og heslihnetum og GetRaw með lakkrís og möndlum. Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Reglulega hefur komið upp sú umræða meðal grænkera að vegan-valkostir séu af skornum skammti í Hámu. Úrvalið hefur þó verið bætt umtalsvert síðastliðin misseri. Salatbarinn á Háskólatorgi var stórt framfaraskref í augum margra grænkera, en þar er loks hægt að fá Oumph! ásamt nokkrum tegundum af vegan sósum. Því er hægt að setja saman litríkt, gómsætt og kvalalaust salat sem er jafnframt stútfullt af næringarefnum. Önnur súpan, sem og annar heiti réttur dagsins, eru hvort tveggja alltaf kjötlaus, oft jafnvel vegan. Hægt er að fá vegan samlokur og sælgæti og boðið er upp á soja-, möndlu- og haframjólk út í kaffið eða á morgunkornið.

Samkvæmt heimildum frá Elísabetu Brynjarsdóttur, forseta Stúdentaráðs, stendur til að bæta úrvalið á öllum sölustöðum Hámu enn frekar; vegan vefja, fleiri samlokur og salöt eru meðal þeirra valkosta sem er að vænta í hillurnar. Einnig á að vegan-merkja tilteknar vörur, ásamt því að merkja innihald varanna betur.

Við ákváðum að skoða úrvalið enn frekar. Háskólatorg er stærsti sölustaður Hámu og býður því upp á besta úrvalið. Því er ekki víst að allar af eftirfarandi vörum fáist á minni sölustöðunum. Að sjálfsögðu bindum við þó vonir til þess að úrvalið á þeim stöðum verði bætt. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsstofnun Stúdenta eru eftirfarandi valkostir í Hámu vegan:

Hámu núðlur með grænmeti, Hámu appelsínusafi með mangó og Urban Fruit ávaxtanammi. Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Hámu núðlur með grænmeti, Hámu appelsínusafi með mangó og Urban Fruit ávaxtanammi. Stúdentablaðið/Eydís María Ólafsdóttir

Morgunmatur

Hafragrautur

Hámu þeytingur með myntu og ávöxtum

Hámu þeytingur með kókosolíu og ávöxtum

Hámu þeytingur með Oatly haframjólk og chia fræjum

Chia go

Hádegismatur

Hámu núðlur með grænmeti

Hámu asískt hrísgrjónasalat með Oumph!

Hámu salat með nýrnabaunum og avocado

Hámu samloka með hummus

Millimál

Hámu ávaxtasafi með appelsínum, gulrótum og engifer

Hámu appelsínusafi með mangó

Nush jógúrt

Kaja frækex

Indverskur hummus

Spínat hummus

Kökur og sætabrauð

Hrákaka frá Veislunni

Snúður með glassúr

Bananakaka (ekki alltaf til)

Eplakaka (ekki alltaf til)

Sælgæti

GetRaw með karamellu og heslihnetum

GetRaw með lakkrís og möndlum

Sesamstykki

Nākd stykki með saltaðri karamellu

Rapunzel Ingwer súkkulaði

Rapunzel súkkulaði með heslihnetum

Hey Yum! Love spring hlaup

Tyrkis Peber brjóstsykur

RAW súkkulaði - allar tegundir

Saltskalle

Urban Fruit ávaxtanammi