Jólauppskriftir Stúdentablaðsins

Ís.jpg

Jólaísinn

Veldu uppáhalds nammið þitt og/eða ávöxtinn og gerðu þannig ís! Það er allt hægt. Til dæmis gætirðu valið Daim, Toblerone, banana, jarðarber eða Turkis Pepper. Gerðu tilraunir, það er enn nægur tími til stefnu, og finndu hinn fullkomna ís fyrir jólin.

Grunnuppskrift að ís fyrir 6 manns

        5 dl. rjómi

        4 eggjarauður

        60 gr. sykur

Léttþeytið rjómann. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður ljós og loftmikil. Bætið léttþeytta rjómanum út í og hrærið á meðan. Bætið því sem ykkur dettur í hug út í blönduna og hellið svo í ísform eða smelluform og frystið. Tilbúið eftir minnst 5 klukkustundir. Gott er að bera ísinn fram með ávöxtum, meira nammi eða sósu. Það eru nú einu sinni jól.

smákökur.jpg

Jólasmákökurnar

Skotheld uppskrift að dýrindis smákökum. Við mælum með að þú bakir þessar þegar þú vilt gera allt annað en að læra undir próf.

125 gr. smjörlíki

½ bolli sykur

½ bolli púðursykur

1 egg

1 ½ bolli hveiti

¼ tsk. matarsódi

¼ tsk. salt

½ bolli kókosmjöl

200 gr. suðusúkkulaði


Þegar smáar kökur bakast

kökugerðareinstaklingur tekur

fyrst af öllu hrærivélina

og 125 gr. margarín.

Hrærir ekki yfir eldi smjörið

en það næsta sem hann gjörir

er að hræra hálfan bolla sykur (og hálfan bolla púðursykur)

saman við það heillin mín.

Þegar öllu þessu er lokið

hellist ein eggjarauða (og hvítan… svo já 1 stk. egg)

saman við og “einnoghálfurbolli” hveiti

hrærist oní hrærivélarskálina ve. (og ½ bolli kókosmjöl og 200 gr. saxað suðusúkkulaði)

Síðan á að setja í þetta

aðeins bara ¼ teskeið matarsóda og salt.

Svo er þá að hræra deigið

búa svo til kúlur út á fjöl.

Bakið við 175° í 8-10 mínútur.

búst.jpg


Jólaþeytingurinn

Þann þriðja í jólum getur ekkert okkar borðað meira af lambi, hrygg, hnetusteik eða rjúpu. Þá manst þú eftir Jólaþeyting Stúdentablaðsins og kemur öllum til bjargar.

1 dós jarðarberjaskyr

30 ml. kókosmjólk

3 bananar

lúka frosin jarðarber

3 msk. kakó eða bráðið súkkulaði

Setjið skyrið, kókosmjólkina, bananana og jarðarberin í blandara og blandið vel. Bætið við kakói eða öðru bráðnu súkkulaði og njótið vel.

Annars eðlisGuest User