Stjörnuspá Stúdentablaðsins // Október - Nóvember

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Vog – Einn helsti styrkleiki vogarinnar er að kunna að meta og kanna alla möguleika og taka í framhaldi upplýsta ákvörðun. Þetta kemur sér vel því um þessar mundir er að skella á álagstímabil og vogin þarf að meta hvort sé sniðugra að horfa á einn Netflix þátt til viðbótar eða læra undir hlutaprófið sem fer bráðum að koma að. Það verður að viðurkennast að báðir valkostirnir eru mjög góðir.

Snjallræði: Gamall elskhugi mun koma aftur inn í líf þitt í nóvember. Þá er nauðsynlegt að grípa í hæfileika þinn til að meta kosti og galla.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Sporðdreki - Sporðdrekinn er dulur og einbeittur að eðlisfari, sem er öfundsverður eiginleiki þegar prófin skella á. Hann hættir ekki í miðjum klíðum þegar hann vinnur að því að klára skilaverkefni. Sporðdrekinn ætti því að finna sér leshóp með öðrum sem vilja klára eitt verkefni áður en byrjað er á öðru.

Snjallræði: Við mælum með að sporðdrekinn taki upp á nýju áhugamáli þegar tunglið verður hálffullt í október, allt gæti gerst.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Bogmaður – Eitt persónueinkenni bogmannsins er forvitni. Hann getur því ekki að því gert að hvetja hina í leshópnum til að lesa betur og spyrja krefjandi spurninga. Þekkingarþorsti hans er óslökkvandi og hann er lítið fyrir páfagaukalærdóm. Það er vissulega kostur en þegar það er stutt í próf er nóg að setjast niður og læra það sem þarf að kunna fyrir prófið, það gæti stressað aðra í leshópnum að læra meira en þarf.

Snjallræði: Prófaðu að klæðast nýjum lit í miðannartörninni, það gæti boðað lukku.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Steingeit - Steingeitin er formföst og jarðbundinn. Þegar fólk fær prófkvíða eða er að bugast undan álagi er það steingeitin sem nær þeim aftur niður á jörðina. Það ætti að vera að minnsta kosti ein steingeit í hverjum leshóp en í byrjun nóvember mun reyna á þessa hæfileika hennar þegar álagið virðist of mikið.

Snjallræði: Eldaðu nesti fyrir skólann. Það róar taugarnar.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Vatnsberi - Vatnsberinn er pælarinn í leshópnum. Einstaklingar í þessu merki geta verið einfarar en uppskera þó vel í margmönnum hóp. Það mun reyna á sjálfstæði hans þegar álag í hópavinnu fer að segja til sín og ekki allir sammála um hvað sé best að gera, en með jákvæðnina að leiðarljósi mun vatnsberinn geta klórað sig úr þessum aðstæðum.

Snjallræði: Vertu með eitthvað flott í hárinu um miðjan nóvember, það gæti fangað athygli einhvers ákveðins aðila.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Fiskur - Fiskurinn er tilfinningaríkur, stórhuga og vilji hans er breytilegur. Fiskurinn er frábær trúnófélagi á djamminu. Við mælum með að halda partý eftir að stórt próf klárast og fara á trúnó um ástina, framtíðina og velgengni (eða ekki) í prófinu.

Snjallræði: Fyrir næsta stóra próf er sniðugt að mæta klukkan átta á lesstofu og læra fram eftir, þannig mun þér að vitaskuld ganga vel á næsta prófi.

Hrútur.JPG

Hrútur - Hrúturinn er tískufrömuður leshópsins, ef hann heyrir um einhverja nýja aðferð til að læra eða finnur nýjan lagalista fyrir lærdóminn munu allir fylgja honum eftir. Hrúturinn ætti að breyta um lærdómsaðferð og læra á öðrum stað en hann er vanur.

Snjallræði: Ef þú ert þreyttur á lærdómnum farðu þá í stuttan göngutúr um háskólasvæðið. Kjörinn hringur gæti verið frá Þjóðarbókhlöðunni niður að Stapa, framhjá Lögbergi, Odda og aftur til baka.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Naut - Nautið er mjög ákveðið að eðlisfari og ef það ætlar að ná árangri mun ekkert standa í vegi fyrir því. Ef einhver reynir að sannfæra nautið um að koma á djammið á föstudegi þegar það er próf á mánudeginum mun það ekki ganga, þannig að vinir þess ættu ekki einu sinni að reyna.

Snjallræði: Það gæti orðið til happs að skipta um stað þegar þú lærir og koma sér fyrir í nýju umhverfi. Hver veit nema innblástur sæki á nautið á nýjum stað.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Tvíburi - Tvíburinn er afar sveigjanlegur og hugmyndaríkur. Ef einhvern langar ekki að hjakka í sama farinu er tilvalið að fá tvíbura í hópinn til að fá ferska sýn á málið og sjá hluti frá nýju sjónarhorni. Tvíburinn á það til að taka of mörg verkefni að sér en lykillinn er að hafa jafnvægi á hlutunum.

Snjallræði: Haltu dagbók/minnisbók yfir allt námið og önnur verkefni.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Krabbi - Krabbinn er mjög tryggur og umhyggjusamur, ef einhverjum gekk illa á prófi eða hætti með kæró er best að leita til krabbans til að fá smá pepp í lífið, eða bara til að bölsótast. Passaðu samt að gleyma þér ekki í að verða sálfræðingur vina þinna. Þú ert jú í námi (vonandi sálfræðinámi).

Snjallræði: Fáðu þér tebolla þegar kólna fer í veðri í staðinn fyrir kaffi eða amino, það gæti létt lundina í skammdeginu.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Ljón - Ljónið er mikil hugsjónamanneskja, er yfirleitt leiðtoginn í hópnum og á það til að stýra umræðunum í leshópnum. Prufaðu að spyrja opinna spurninga og hvetja til umræðu, þannig að öllum líði einsog þau séu við stjórn.

Snjallræði: Vertu í einhverju rauðu þegar þú ferð í næsta próf, það gæti haft heppni í för með sér.

Stúdentablaðið/Elín Edda

Stúdentablaðið/Elín Edda

Meyja - Meyjan er iðjusöm og vill hafa eitthvað fyrir stafni. Það er gaman að rökræða við meyjuna þar sem meyjan á það til að vera full efasemda. Meyjan er með mikla fullkomnunarþörf. Ef skila á verkefni upp á 10 er nauðsynlegt að hafa meyju í leshópnum. Mundu bara að slaka á og að stundum þarf ekki allt að vera fullkomið, bara það sem skiptir mestu máli.

Snjallræði: Slepptu sykri í mataræði þínu þegar tunglið er nýtt í nóvember, það gæti aukið einbeitingu.